Tiger sigraði á memorial meistaramótinnu
15.6.2009 | 16:47
Tiger Woods sigraði á Memorial meistaramótinu í golfi á PGA-mótaröðinni í kvöld en hann tryggði sér sigurinn með ótrúlegu innáhöggi á lokaholunni. Woods lék lokahringinn á 7 höggum undir pari, 65 höggum, en hann var í 7. sæti fyrir lokahringinn.
Woods fékk örn (-2) á 11. braut vallarins í dag og á síðustu fjórum holunum fékk hann þrjá fugla og einn skolla. Þetta er 67. sigur Tiger Woods á PGA-mótaröðinni og aðeins Sam Snead og Jack Nicklaus hafa sigrað oftar á PGA mótum. Snead sigraði á 82 mótum og Nicklaus á 73 mótum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning