Tiger sigraði á memorial meistaramótinnu

Tiger Woods sigraði á Memorial meistaramótinu í golfi á PGA-mótaröðinni í kvöld en hann tryggði sér sigurinn með ótrúlegu innáhöggi á lokaholunni. Woods lék lokahringinn á 7 höggum undir pari, 65 höggum, en hann var í 7. sæti fyrir lokahringinn.

Staðan.

Woods fékk örn (-2) á 11. braut vallarins í dag og á síðustu fjórum holunum fékk hann þrjá fugla og einn skolla. Þetta er 67. sigur Tiger Woods á PGA-mótaröðinni og aðeins Sam Snead og Jack Nicklaus hafa sigrað oftar á PGA mótum. Snead sigraði á 82 mótum og Nicklaus á 73 mótum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband