Guðjón valur til Þýskalands í aðgerð

Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik hélt strax eftir leikinn við Makedóníumenn í gærkvöld til Þýskalands en Guðjón gengst undir aðgerð á úlnlið í dag og verður frá æfingum og keppni næstu mánuðina. Hann verður því ekki með Íslendingum á sunnudaginn þegar liðið mætir Eistum í lokaleiknum í undankeppni EM sem fram fer í Tallinn. ,,Það er fínt að vera kominn í frí,“ sagði Guðjón Valur við Morgunblaðið eftir sigurinn á Makedóníumönnum en hann hélt af landi brott um miðnættið til Düsseldorf og fer undir hnífinn í dag.

,,Ég sleit liðband í úlnliðnum fyrir nokkru sem gerir það að verkum að ég lendi í ákveðnum vandræðum í návígi. Ég stóð í stappi við Rhein-Neckar Löwen. Félagið vildi að ég færi í aðgerðina í byrjun júní en eftir þras og smá-læti náði ég tala um fyrir forráðamönnum liðsins því mig langaði virkilega að spila leikina við Norðmenn og Makedóníumenn,“ sagði Guðjón Valur, sem reiknar með að verða frá æfingum og keppni næstu 2-3 mánuðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband