Kaká tryggði Brasilíumönnum 4-3 sigur

Brasilíumenn komust svo sannarlega í hann krappann gegn Afríkumeisturum Egypta í Álfubikarnum í knattspyrnu í Suður-Afríku í dag. Brassarnir mörðu 4:3 sigur í frábærum leik og skoraði Kaká sigurmarkið úr vítaspyrnu á lokamínútum leiksins.

Það leit allt út fyrir öruggan sigur Brassanna en staðan í leikhléi var, 3:1. Egyptar neituðu hins vegar að gefast upp. Þeir sýndu frábær tilþrif og tókst að jafna metin með tveimur mörkum á innan víð einni mínútu í byrjun seinni hálfleiks.

Þegar skammt var til leiksloka fengu Brasilíumenn vítaspyrnu þegar leikmaður Egypta bjargaði með hendi á marklínu. Hann var sendur af velli og Kaká skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. Kaká skoraði tvö marka Brasilíumanna og þeir Juan og Luis Fabiano gerðu sitt markið hvor. Mohamed Zidan skoraði tvö marka Egypta og Mohamed Shawky skoraði eitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband